Fréttir

31. júlí 2018

Í dag hófst sala og markaðssetning á dýralyfinu Bupredine vet.0,3 mg/ml stungulyf, lausn handa hundum, köttum og hestum.

Ábendingar eru: verkjastilling eftir aðgerð hjá hundum og köttum. Verkjastilling eftir aðgerð samhliða meðferð með slævandi lyfjum hjá hestum. Til að auka verkun slævandi lyfja með miðlæga verkun hjá hundum og hestum.

8. mars 2018

Það sem af er árinu höfum við hjá Dýraheilsu hafið sölu á fjórum nýskráðum dýralyfjum. Árið 2017 voru dýralyfin þrjú. Við erum mjög ánægð með þessar skráningar og að geta aukið úrval dýralyfja á Íslandi. Það er mikilvægt að geta boðið dýralæknum aðgengi að skráðum dýralyfjum þar sem markaðsleyfishafi viðkomandi dýralyfs er ábyrgur fyrir öllum aukaverkunum sem lyfið kann að valda. Ábyrgðin liggur hins vegar alfarið hjá dýralækninum þegar hann notar óskráð lyf. En oft neyðist dýralæknir til að nota óskráð lyf þegar ekkert sambærilegt lyf er skráð. Hér má skoða nýjustu skráningar Dýraheilsu:

Novaquin

Histodine

Cefabactin 50 mg Cefabactin 500 mg

Torphadine vet.

20. mars 2017

Dýraheilsa hóf sölu á hjúkrunarvörum fyrir dýr frá breska fyrirtækinu Vestaplas. Hjúkrunarvörulínan heitir VETROL MEDICAL og er víða notuð í Bretlandi og þykja gæðin góð. Nánari upplýsingar um vörurnar og verð má lesa hér.

7. mars 2017

Í dag þann 7. mars 2017 hófst sala og markaðssetning á Sedadex. Sedadex inniheldur dexmedetomidinhýdróklóríð 0,5 mg/ml. Nánari upplýsingar um Sedadex má lesa hér

6. desember 2016

Við erum ákaflega glöð að segja frá því að nú í byrjun desember höfum við hafið sölu og markaðssetningu á þremur nýskráðum dýralyfjum. Smám saman bætist við fjölda skráðra dýralyfja hjá okkur, enda er það markmiðið. Þegar dýralæknar ávísa skráðum dýralyfjum í stað óskráðra dýralyfja eða mannalyfja, þá er öll ábyrgð varðandi aukaverkanir o.s.f.v. á hendur markaðsleyfishafa viðkomandi lyfs en ekki dýralæknisins sem ávísar lyfinu. Þess vegna er mikilvægt að dýralæknar hafi samband við umboðsaðila eða Lyfjastofnun ef þeir verða varir við aukaverkanir sem mögulega má rekja til notkun lyfsins. Eins og kemur fram í Dýralyfjafréttum Lyfjastofnunnar 6.tbl.2016 þá er dýralæknum ekki heimilt að ávísa mannalyfjum ef fáanleg eru markaðssett dýralyf sem komið geta í stað mannalyfjanna. Hér má lesa Dýralyfjafréttir Lyfjastofnunnar sem kom út nú í nóvember. Nánari upplýsingar um nýjustu dýralyfjaskráningarnar hjá okkur má lesa með því að smella á nöfn lyfjanna.

Amoxibactin 50mg

Amoxibactin 250mg

Meloxoral

Carprofelican

2. september 2016

Í dag hófst sala og markaðssetning á nýju dýralyfi, Canicaral vet. 40 mg og 160 mg töflur fyrir hunda. Töflurnar innhalda karprófen og munu alfarið taka við af Canidryl vet. sem hafa verið fáanlegar um árabil. Nánari upplýsingar má lesa hér

4. júlí 2016

Í dag hófst sala og markaðssetning á nýju dýralyfi, Synthadon vet. Synthadon vet. er stungulyf fyrir hunda og ketti sem inniheldur metadónhýdróklóríð. Nánari upplýsingar hér

2. maí 2016

Vegna stuttrar fyrningar á Nerfasin vet. 100 mg/50 ml höfum við sótt um verðlækkun hjá Lyfjagreiðslunefnd. Nerfasin vet. 100 mg fyrnist 31. maí n.k. Verð á Nerfasin vet. 100 mg/50 ml í Lyfjaverðskrá maí 2016 er nú - 5.826.- hsv. án vsk. Lyfjaverðskrá

Nánari upplýsingar um Nerfasin vet. 100 mg má lesa hér

9. mars 2016

Ný sending af Narcostart fór inn á sölulager í dag. Biðlistar verða skrifaðir út í dag. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem biðin eftir lyfinu hefur kunnað að valda ykkur og ykkar kúnnum. Narcostart

2. mars 2016

Í dag hófst sala á nýskráðu lyfi, Penethaone vet. sem er sýklalyf fyrir nautgripi. Penethaone vet. er hettuglas með dufti ásamt 18 ml. eða 36 ml. leysi. Nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Penethaone vet. 236,3 mg/ml - 40 ml

Penethaone vet. 236,3 mg/ml - 20 ml

1.mars 2016

Það gleður okkur að segja frá því að í dag 1. mars 2016 höfum við fengið leyfi til að markaðssetja 2 nýskráð dýralyf. Með því að smella á nöfn lyfjanna hér fyrir neðan er hægt að nálgast allar nánari upplýsingar um lyfin.

Equibactin vet.

Finilac

26. febrúar 2016

Dýraheilsa hefur tekið í notkun nýja heimasíðu sem á að auðvelda dýralæknum að nálgast upplýsingar um dýralyfin og aðrar vörur sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Dýralæknar geta einnig pantað í gegnum síðuna og sent beint til pantanaþjónustu Parlogis. Við vonum að þessi vefsíða komi til með að reynast öllum notendum hennar upplýsandi og gagnleg.

19. febrúar 2016

Dýraheilsa ehf hefur tekið að sér umboðssölu fyrir Equichek. Equichek er handhægt hraðpróf til að greina sýkingar og bólgur í hrossum.

Meira um Equichek