Um okkur
Dýraheilsa ehf. var stofnað í lok árs 2005. Dýraheilsa er eina fyrirtækið á Íslandi sem eingöngu sérhæfir sig í innflutningi á dýralyfjum og ýmsum vörum í lausasölu fyrir dýr og dýralækna. Okkar viðskiptavinir eru aðallega dýralæknar.
Dýralyfjamarkaðurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár. Skráðum dýralyfjum hefur fjölgað til muna og hefur Dýraheilsa haft það að leiðarljósi að skrá dýralyf í háum gæðaflokki á samkeppnishæfum verðum.
Parlogis ehf. sér um alla hýsingu vara frá Dýraheilsu, en þeir sérhæfa sig í þjónustu fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum með víðtækri vörustjórnun. Líney Emma Jónsdóttir dýralæknir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.